Upplýsingar um umhverfismerki sem við notumst við

Til eru margar mismunandi tegundir umhverfisvottana fyrir byggingar en almennt má segja að markmiðin með notkun þeirra séu að:

  • Auka gæði bygginga
  • Draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum  
  • Byggja heilnæmar og öruggar byggingar
  • Draga úr rekstrarkostnaði

FSC

FSC-merkið er notað á timbur og vörur sem unnar eru úr viði, s.s. húsgögn og pappír. Merkið er til marks um að viðurinn sem varan er unnin úr sé upprunnin úr skógum sem stjórnað er með sjálfbærum hætti.

PEFC

PEFC-merkið er svipað FSC-merkinu og staðfestir að hráefnið eigi uppruna í sjálfbærri skógrækt í samræmi við reglur þessara stofnana, sem í aðalatriðum gera strangar kröfur til uppruna og rekjanleika efnisins.

BREEAM

BREEAM stendur fyrir British Research Establishment Environmental Asessment Method og er matskerfi sem upprunalega var þróað og notað í Bretlandi. Nú eru 200.000 BREEAM vottaðar byggingar í heiminum og um ein milljón bygginga eru í vottunarferli. Lang flestar vottaðar byggingar eru í Bretlandi, en útbreiðsla BREEAM utan Bretlands fer ört vaxandi. Hér á landi eru 14 byggingar í vottunarferli skv. BREEAM vottunarkerfinu.

Svanurinn

Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna. Í dag fást vörutegundir merktar Svaninum í um 70 mismunandi vöruflokkum, s.s. hreinsiefni, húsgögn, byggingavörur, rafhlöður og pappír en einnig er hægt að Svansmerkja starfsemi fyrirtækja, s.s. prentþjónustu, hótel og stórmarkaði. 

Bio

BIO merkið (Bio-Siegel) er opinbert merki Þýskalands fyrir lífræna ræktun. Til að matvara fái að nota BIO-merkið þarf hún að innihalda a.m.k. 95% lífrænt ræktuð matvæli.

Evrópublómið:

Blómið er opinbert umhverfismerki Evrópu-sambandsins. Í dag fást vörutegundir merktar Blóminu á evrópska efnahagssvæðinu í um 26 vöruflokkum. Meðal þeirra eru tölvur, jarðvegsbætir, málning og lakk, textílefni, ljósaperur og skór.

Blái Engillinn

Blái Engillinn er opinbert umhverfismerki Þýskalands og eitt elsta umhverfismerki í heimi. Vörur og þjónusta í tæplega 200 vöruflokkum fást merktar með Bláa Englinum. Þar á meðal eru allflestar gerðir neysluvara, allt frá pappírsvörum og hreinlætisefnum til húsbúnaðar, gólfefna og tölvu- og skrifstofubúnaðar.

Flokkun

Við höfum í mörg ár unnið markvisst að því að minnka sóun og flokka sorp í verslunum okkar um land allt og á skrifstofum

EPT

Umhverfisyfirlýsing vöru er íslenska þýðingin á ,,Environmental Product Declaration” eða EPD. Umhverfisyfirlýsing vöru er skjal sem gefur staðfestar upplýsingar um umhverfisáhrif yfir vistferil (líftíma) vörunnar. Yfirlýsingin er staðfest af þriðja aðila sem gerir óháða úttekt á greiningunni.

Í nútíma samfélagi verður krafa um gagnsæi í samfélaginu ávalt háværari. EPD hjálpar til við að byggja upp gagnsæi og eykur traust á því að umhverfisyfirlýsingar frá framleiðenda séu réttar. Myndböndin hér að neðan útskýra vel hvað felst í umhverfisyfirlýsing vöru (EPD) og hver meginmarkmið Stiga eru.