Leiðarljós og markmið

Við erum leiðandi verslunar- og þjónustufyrirtæki á bygginga- og heimilisvörumarkaði. Markmið okkar er að veita framúrskarandi þjónustu, rétt vöruúrval og samkeppnishæft verð í sátt við umhverfi og samfélag. 

Kjarnagildin okkar

Við erum öflug liðsheild sem höfum gildin okkar alltaf að leiðarljósi. Húsasmiðjan leggur metnað sinn í að veita fyrsta flokks þjónustu og hafa auðvelt aðgengi að vörum sínum og starfsfólki. Það sem einkennir starfsmenn Húsasmiðjunnar er:

Við erum með ríka þjónustulund

Við komum auga á viðskiptavininn, nálgumst hann, bjóðum honum aðstoð og förum fram úr væntingum.

Við erum áreiðanleg

Við erum metnaðarfull og áreiðanleg. Við stöndum við orð okkar.

Við erum sérfræðingar

Við höfum sérþekkingu á vörum okkar og veitum faglega ráðgjöf til fagmanna og einstaklinga.

Störf í boði

Umsóknir um auglýst störf og almennar starfsumsóknir. Vinsamlega fyllið út upplýsingar á því umsóknarformi sem hér birtist. Það er yfirleitt beðið um að a.m.k. starfsferilskrá fylgi útfylltri umsókn. Kerfið tekur við skjölum á .doc og .pdf formi, mest 4 viðhengjum samtals.

Sækja um starf