Bambus pallaefni, fallegt, sjálfbært og harðgert

Bambus X-treme pallaefni er sjálfbær og umhverfisvæn lausn. Hentar einstaklega vel fyrir íslenskt veðurfar enda mjög harðgert og stöðugt efni. Það hefur marga eiginleika sem líkjast suðrænum harðviði en hefur þann kost að það er gert úr bambus sem vex mjög hratt (allt að 1 metri á dag!) og er því framleitt úr auðlind sem endurnýjast mjög hratt (bambus), er FSC umhverfisvottun og sjálfbær.

Þannig getur bambus pallaefni hæglega komið í staðinn fyrir harðvið frá Suður Ameríku og Asíu enda hefur hann um margt sömu eiginleika en er auk þess FSC vottaður og sjálfbær. 

  

Nánar um bambus pallaefni og eiginleika

Bambus pallaefni er hitameðhöndlað efni og framleitt úr þjöppuðum bambus sem gerir efnið mjög harðgert og þétt í sér.

Bambus X-treme pallaefnið er viðurkennt í hæsta endingarflokki hjá Evrópusambandinu.

Eins og harðviður þá verður Bamboo X-treme pallaefnið grátt með tímanum og fær fallegt, náttúrulegt útlit eins og fæst með veðruðum harðviði.

Nánar um stærðir og lögun bambus pallaefnis

Húsasmiðjan býður Bambus X-treme pallaefnið í tveimur breiddum 137 mm og 155 mm. Efnið er svo bæði riffllað og slétt (eftir því hvernig það snýr). Lengd á borðinu er 185 cm. Þykktin er 18-20 mm en hægt er að sérpanta enn þykkara efni t.d. í bryggjugólf o.fl. 

Auðvelt að leggja Bamboo X-treme pallaklæðningu

Með Moso festingum er mjög auðvelt að leggja pallaklæðninguna. Moso pallaklemmurnar eru settar í raufina á hliðunum og skrúfaðar í undirbitana. Þannig eru skrúfur faldar sem gefur pallinum einstaklega fallegt og fágað útlit. 

FSC umhverfisvottað pallaefni

Timbursala Húsasmiðjunnar er FSC vottuð og getur því boðið bambus pallefnið frá Bamboo X-treme með FSC vottun fyrir umhverfisvottuð byggingaverkefni. FSC vottun tryggir m.a. að varan er unnin úr timbri (bambus) úr sjálfbærum skógum. Bamboo X-treme er algjörlega sjálfbært og umhverfisvænt pallaefni með FSC vottun.

Viðhald bambus pallaefnis

Áhrifa vinds og vatns, sólar og snjós hefur áhrif á pallinn. Sumir kjósa að láta viðinn grána eins og harðvið en Moso, framleiðandi Bambus X-treme, mælir með að viðhalda pallinum með pallaolíu og þannig lengja líftíma hans. Það er mælt með því að bera strax á pallinn með pallaolíu eftir að pallurinn er tilbúinn og alls ekki síðar en eftir fyrsta veturinn ef pallurinn á ekki að veðrast og grána.