2023: Sjálfbærniskýrsla Húsasmiðjunnar

2022: Sjálfbærniskýrsla Húsasmiðjunnar

2021: Sjálfbærniskýrsla Húsasmiðjunnar

2020: Samfélagsskýrsla BYGMA og Húsasmiðjunnar

Húsasmiðjan er dótturfyrirtæki BYGMA og er því hluti af samfélagsskýrslu BYGMA Group.  Skýrslan er nú aðgengileg í fyrsta sinn á íslensku en BYGMA  samstæðan rekur yfir 100 byggingavöruverslanir í Danmörku, Íslandi, Svíþjóð, Færeyjum og Grænlandi. 
 
Tilgangur skýrslunnar er að gefa góða mynd af stefnu og áhrif fyrirtækjanna á umhverfi og samfélag þeirra í Danmörku, Svíþjóð, Færeyjum, Grænlandi og Íslandi. 
 
Meðal þess sem fjallað er um í skýrslunni eru umhverfismál, jafnréttismál, menntun, þjálfun og stuðningur við starfsfólk, viðskiptasiðferði ásamt ýmsum verkefnum og góðum málum sem fyrirtækin vinna að í samvinnu við nærumhverfi sitt í hverju landi.
 

2020: Samfélagsuppgjör Húsasmiðjunnar

Húsasmiðjan hefur birt samfélagsuppgjör fyrir 2020 í samstarfi við Klappir Grænar lausnir hf sem er liður í stefnu Húsasmiðjunnar í að auka áherslu markvisst á umhverfis og samfélagsmál ásamt því að leita leiða til að lágmarka kolefnisspor starfseminnar.  Allar verslanir, skrifstofa og vöruhús Húsasmiðjunnar, Blómavals og Ískraft ásamt bíla- og tækjaflota eru hluti af samfélagsuppgjörinu.    

Með markvissum aðgerðum tókst Húsasmiðjunni að lækka mælda heildarlosun koltvísýringsígilda frá starfseminni um 12% á milli áranna 2019 og 2020 ásamt því að hafa nú kolefnisbundið losun í samstarfi við Kolvið og Votlendissjóð.

Niðurstöðum uppgjörsins er skipt í þrjá hluta: umhverfi, félagslegir þættir og stjórnarhættir.  Uppgjörið er unnið skv. UFS leiðbeiningum Nasdaq fyrir 2020 en viðmiðunarárið er 2019

Svansvottuð hús

Þessi vörulisti yfir vistvænar byggingarvörur gefur innsýn inn það mikla vöruúrval af vistvænum vörum sem Húsasmiðjan býður upp á og eru leyfðar í Svansvottuð byggingaverkefni.

Fyrsta uppgerða Svansvottaða húsið

Nú er endurbótum á húsi við Þingholtsstræti 35 lokið. Þetta fallega hús hefur fengið yfirhalningu og er fyrsta uppgerða Svans-
vottaða húsið á Íslandi. Breyting ehf. stóð fyrir breytingunum í samstarfi við Húsasmiðjuna sem útvegaði bygginarefni í verkið sem allt er Svansvottað eða leyfilegt í Svansvottuð hús.

Nú er hægt að nálgast allar þær vörur sem voru notaðar í þetta verkefni ásamt fjölda annarra á heimasíðu Húsasmiðjunnar og
skoða vörulista fyrir Svansvottuð hús.

Við flokkum sorp, mælum orkunotkun og kolefnisspor fyrirtækisins í samstarfi við Klappir

Við leitum stöðugt leiða til að spara orku og minnka úrgang. Við erum í samstarfi við Klappir varðandi mælingar á orkunotkun og sorplosun á starfsstöðvum. Við notum EnviroMaster-lausn Klappa tila ð fylgjast með helstu umhverfsþáttum starfsemi okkar m.a. rafmagns-, eldsneytis-, heitavatnsnotkun og úrgangsmyndun (sorpi). Við höfum í mörg ár unnið markvisst að því að minnka sóun og flokka sorp í verslunum okkar um land allt og á skrifstofum. 

Grænar vörur í Húsasmiðjunni

Húsasmiðjan býður upp á eitt mesta úrval landsins af umhverfisvænum byggingavörum. Í vefverslun eru allar umhverfisvænar og umhverfisvottaðar vörur sérmerktar með grænum borða sem við köllum "Græn vara".

Sjá nánar hér

Umhverfisvænar vörur

Við leggjum metnað okkar í að bjóða upp á mikið úrval af umhverfisvænum vörum.

Hleðslustöðvar

Húsasmiðjan var fyrst byggingarvöruverslana til að bjóða upp á hleðslutöðvar fyrir rafmagnsbíla í Fagmannaverslun árið 2017.

 

Sjáðu úrvalið af hleðslustöðvum hér

Við kveðjum plastpokann

Árið 2020 hættum við að nota innkaupapoka úr plasti og skiptum þeim út fyrir umhverfisvæna poka úr maíssterkju. Pokana er hægt að fá í öllum verslunum Húsasmiðunnar og Blómavals. Árið 2021 tókum við svo einnig í notkun bréfpoka fyrir viðskiptavini sem kost í stað maíspokana.