Umhverfisstefna Húsasmiðjunnar og Blómavals

- Húsasmiðjan skuldbindur sig til að vinna    með markvissum aðgerðum að því að  lágmarka umhverfisáhrif starfseminnar.

Með því að:

  • Starfa samkvæmt þeim reglum og lögum sem gilda um umhverfisvernd á Íslandi. 
  • Hafa að leiðarljósi að taka ákvarðanir sem stuðla að heilbrigðu umhverfi og skynsamlegri nýtingu auðlinda.
  • Leita stöðugt leiða til að spara orku, minnka úrgang og starfa í sem mestri sátt við umhverfi fyrirtækisins.
  • Að starfsstöðvar fyrirtækisins uppfylli lög og reglugerðir í umhverfismálum.
  • Hvetja til virðingar fyrir umhverfinu og leggja áherslu á skyldur hvers og eins starfsmanns til að svo megi verða.
  • Vinna markvisst að fræðslu og þjálfun starfsmanna til að koma í veg fyrir óhöpp og mengunarslys af völdum starfseminnar.
  • Hafa framkvæmt áhættumat fyrir rekstrareiningar þess eins og lög kveða á um og hvetja starfsmenn til árvekni í þessum málum.

Grænar vörur í Húsasmiðjunni

Húsasmiðjan býður upp á eitt mesta úrval landsins af umhverfisvænum byggingavörum. Í vefverslun eru allar umhverfisvænar og umhverfisvottaðar vörur sérmerktar með grænum borða sem við köllum "Græn vara".

Sjá nánar hér

Umhverfisvænar vörur

Við leggjum metnað okkar í að bjóða upp á mikið úrval af umhverfisvænum vörum.

Umhverfisvæn merki sem við erum með sjá hér.

Hleðslustöðvar

Húsasmiðjan var fyrst byggingarvöruverslana til að bjóða upp á hleðslutöðvar fyrir rafmagnsbíla í Fagmannaverslun árið 2017.

 

Sjáðu úrvalið af hleðslustöðvum hér

Timbur úr sjálfbærum skógum

Nánast allt okkar timbur kemur úr sjálfbærum skógum.

Sjá timbur og pallaefni hér

Við flokkum sorp

Við höfum í mörg ár unnið markvisst að því að minnka sóun og flokka sorp í verslunum okkar um land allt og á skrifstofum

Við kveðjum plastpokann

Árið 2020 kveðjum við poka úr plasti og skiptum þeim út fyrir umhverfisvæna poka úr maíssterkju. Pokana er hægt að fá við alla afgreiðslukassa í verslunum Húsasmiðunnar.