Blómaval er stórmarkaður með allt fyrir blóma- og garðáhugafólk.

Hjá okkur eiga áhugamenn um ræktun að fá allt sem hugurinn girnist og faglega þjónustu garðyrkjufræðinga að auki.

Öflug liðsheild starfsmanna

Mikil áhersla er lögð á fagmennsku í afskornum blómum og hvers konar blómaskreytingum. Sömuleiðis er Blómaval þekkt fyrir að vera leiðandi verslun með alls konar heimilis- og gjafavörur. 

Blómaval er í Skútuvogi, Grafarholti, Ísafirði, Akureyri, Selfossi, Vestmannaeyjum og Egilsstöðum.

Blómaval tilheyrir verslunarsviði Húsasmiðjunnar. Rekstrarstjóri verslana Blómavals er Berglind Bjarnardóttir og framkvæmdastjóri verslunarsviðs Blómavals og Húsasmiðjunnar er Kristinn Einarsson.

Heilsutorg Blómavals

Þar finnur þú m.a. lífrænt ræktað grænmeti, ávexti, kornmeti, sælkeravörur, mjólk, jógúrt, sojavörur, osta, kaffi, te, snyrtivörur, vítamín og úrval af heilsuvörum úr lífrænt ræktuðu hráefni.