Þú færð allt fyrir ferminguna í Blómavali

Kerti, sálmabækur, servíettur og skreytingar af ýmsu tagi.
Við tökum einnig að okkur að árita kerti, servíettur og sálmabækur.

Minnum foreldra og forráðamenn fermingarbarna fá heimsent bréf sem vekur athygli á þjónustu sem auðveldað getur undirbúninginn fyrir fermingarveisluna. Með því að sýna bréfið við kassa í verslunum Blómavals þá færðu 20% afslátt af öllu sem keypt er í sambandi við ferminguna.

Sett hafa verið upp sýnishorn af veisluborðum í verslunum Blómavals, og heimsókn í verslanir Blómavals ætti að kveikja hugmyndir að fermingarveislunni.

Fermingarkerti og servíettur með áritun

Blómaval býður upp á að letra nafn fermingarbarns og fermingardag á kerti, servíettur og sálmabækur keyptar í Blómaval. 

Áritun á kerti, aðeins hægt að setja eigin nafn, 3990,- hægt að velja með eða án kross.

Áprentun á servíettur, grunngjald á allt að 4 pakka af servíettum kr. 3190,- viðbótarprentun kr. 599 á hvern pakka umfram fyrstu 4 pakka.

 

 

Sálma- og heillaóskabækur með áletrun

Sálmabók íslensku kirkjunnar er til bæði í hvítu og svörtu. Hægt er að fá nafn fermingarbarns áletrað á bókina, val er á skrautskrift eða prentstöfum. 

Áritun á sálmabók, heillaóskabók keyptar í Blómaval kr 1990,-

Leitið nánari upplýsinga hjá starfsfólki verslana Blómavals

Við minnum einnig á að hægt er að kaupa sálmabækur, kerti og servíettur beint úr vefverslun okkar.