Sýnum ábyrgð í umhverfismálum

Veljum timbur úr sjálfbærum skógum

Í umhverfisstefnu Húsasmiðjunnar skuldbindum við okkur að vinna með markvissum aðgerðum að því að lágmarka umhverfisáhrif starfsemi okkar. 

Timbur er ein af grunnvörum okkar og því höfum við markvisst unnið að því undanfarin ár að færa öll okkar kaup á timbri til aðila sem selja vottað timbur. 

 

Nú er svo komið að nánast allt timbur sem Húsasmiðjan er FSC vottað. Þar með talið er pallaefni vinsæla sem Húsasmiðjan er þekkt fyrir.  FSC vottun tryggir að timbrið kemur úr sjálfbærum skógum og þannig stuðlum við saman að því að vernda skóga og dýr þrátt fyrir að við séum að nota timbur sem byggingarefni. 

Við hvetjum því alla til að kynna sér vel FSC og velja umhverfisvottað timbur og sýna ábyrgð.

Sjá nánari upplýsingar um FSC hér

Nokkrar af helstu vörunum okkar