- Nánari upplýsingar
TREBITT Oljebeis - mest selda viðarvörn Noregs, sem dregur fram og varðveitir náttúrulega útlit viðarins. Einstök tækni vörunnar tryggir að nærandi olíurnar dragist inn í viðinn og stöðvi regn og raka. Á sama tíma mun UV vörnin koma í veg fyrir niðurbrot frá sólarljósi og tryggja að náttúrulegt útlit viðarins haldist í langan, langan tíma. Þarf ekki að grunna undir TREBITT Oljebeis. Gefur viðnum líf. NOTKUNARLEIÐBEININGAR : Undirlag skal vera hreint og þurrt. Gamalt tréverk skal þrífa með Jotun Kraftvask og svo Jotun Gronske og Algefjerner. Farið ávallt 3 umferðir á nýtt tréverk en 2-3 á eldra. Þekja er sirka 5-7 fm í umferð á bandsagaðan við en 10-12 fm á hefluðu. Penslar og áhöld þrífast með terpentínu eða penslasápu. Snertiþurr eftir 5 klst og yfirmálun eftir 12 klst miðað við 23°C og 50% loftraka. Athugið að litir geta komið misjafnlega út eftir grófleika og mismunandi viðartegundum. Notist ekki á göngufleti eða garðhúsgögn.