- Nánari upplýsingar
Hreinsar og undirbýr flötinn fyrir málun eða olíuburð. Freyðir ef notað er með háþrýstidælum. Sérstaklega þróað til að fjarlægja öll óhreinindi, fitu, olíur, umferðarsót, sortusvepp og gróðurslíkju. Hentar vel á veggi, þök, bílskúrsgólf og fleira. Forðist að nota á gler og glugga. Notist ekki á báta, bíla eða húsvagna. Blöndun : Þrýstibrúsi 1:10 í vatni. Háþrýstidæla notist óblandað. Lítri er áætlaður á 15 fermetra. Verið ávallt í hlífðarfatnaði, öryggisgleraugu og hanska þegar verið er að nota efnið.