- Nánari upplýsingar
Notað á ómeðhöndlaða eða málaða utanhússfleti, sem og á palla, hellulögn og þakflísar. Einnig notað til sótthreinsunar á heimilum, í tómum fjárhúsum, matvælaiðnaði o.fl. Mikið gróna fleti skal hreinsa með JOTUN Kraftvask eða JOTUN Husvask. Skolið vandlega og látið flötinn þorna áður en JOTUN Grænku- og þörungahreinsir er borinn á. Berið á þurran flöt. Ekki skal skola af. JOTUN Grænku- og þörungahreinsir þarf að þorna á veggnum. Verkfæri: Notið lágþrýstingsúðara, pensil eða rúllu. Almennt: JOTUN Grænku- og þörungahreinsir hefur bestu virkni þegar hitastig er yfir +15°C. Endurtakið meðferðina ef um mikinn vöxt er að ræða. Ræðst ekki á ál, stál, plast, lakk o.fl. ef notað er í ráðlögðu hlutfalli. Forðist að úða efninu beint á plöntur. Hreinsa má niður allan leka með hreinu vatni. Þegar JOTUN Grænku- og þörungahreinsir 1L er notaður, skal nota úðaflöskuna til að úða beint á smærri fleti.