- Nánari upplýsingar
Jotun Kvist- og Sperregrunning er vatnsbaseraður hvítur bletta- og blæðingargrunnur, til innanhúss nota. Notist þegar loka á fyrir blæðingar á kvistum, gulnuðum panel, sóti, nikótíni og tússi. Veitir einnig afbragðs viðloðun við flísar, plast og málma í þurrum rýmum. Undirflöturinn þarf að vera hreinn og þurr. Hreinsið fyrst með Jotun Spesialvask for maling. NOTKUN : Undirlag þar sem lítil blæðing/mislitun og á gulnaðan panel, farið 1-2 umferðir af grunni. Þar sem mikil blæðing og ómeðhöndlaður viður, farið þá 2 umferðir af grunni. Athugið að grunnurinn þarf að þorna í 12 klst á milli umferða. Smá blæðing getur átt sér stað í fyrstu umferð, en stoppar alveg í næstu umferð. Málið svo með þeirri málningu sem óskað er. Snertiþurrt eftir 1 klst. Yfirmálun eftir 12 klst. Lítrinn þekur 8-10 fm. Áhöld hreinsast með vatni og penslasápu. NAUÐSYNLEGAR UPPLÝSINGAR EF Á AÐ NOTA MÁLNINGARSPRAUTU : Sprautu þarf að þrífa mjög vel fyrir og eftir notkun. Þegar verið er að sprauta má ekki nota hitaðar slöngur. Sprautu þarf að skola fyrir notkun með miklu vatni, 20-80 ltr. Notið nýjan filter fyrir grunninn. Skolið sprautuna afar vel eftir notkun, þar til hreint vatn dælist í gegn, lágmark 40 ltr í 5-10 mín.