- Nánari upplýsingar
Zinsser Bulls Eye er alhliða grunnur fyrir úti og inni, vatnsbaseraður og lokar fyrir vissar blæðingar. Er lyktarlítill, hraðþornandi og með afar góða viðloðun. Hindrar einnig ryðmyndun þegar hann er notaður á hreint járn og stál (ryðhreinsað). Bulls Eye inniheldur sæfiefni sem varnar gegn myglumyndun, hentar vel sem grunnur inni á votrýmum. Frábær til að loka fyrir blæðingar, t.d veggjakrot, tjöru og asfalti, innan- og utanhúss. Blæðingar af völdum bruna og sóts, þá skal nota Zinsser BIN eða Jotun Kvist og Sperring. Snertiþurrt eftir 30 mín. Yfirmálun eftir 1 klst. Hægt að lita grunn í ljósum litum. Áhöld hreinsast með vatni og penslasápu.