- Nánari upplýsingar
Vatnsþynnanlegur akrýlgrunnur fyrir veggjamálningu. Hindrar mismun í gljáa, tryggir betri viðloðun og þekju, hindrar drægni og bætir hulu þegar lokaumferð er máluð. Lágt leysiefnainnihald, lyktarlítill og hraðþornandi. Fyrir innan- og utanhúss notkun. GRUNNVINNA Undirflötur þarf að vera heill, þurr, fullharðnaður, hreinn og laus við alla fitu, sveppagróður, mosa og ryk. - Gljáandi og sléttir málningarfletir: Léttslípið. - Mjög gljúpir og duftsmitandi fletir: Rust-Oleum Fix Primer. NOTKUN Hrærið vandlega. Málið 1 umferð með rúllu, pensli eða málningarsprautu. Hægt að þynna með vatni. Þekja 12 m²/L hver umferð, fer eftir grófleika flatarins. Þornunartími miðað við 23°C og 65% raka: Snertiþurrt eftir 1 klst, yfirmálun eftir 4-6 klst. ALMENN ATRIÐI Notist ekki við lægra hitastig en +8°C, í beinu sólarljósi eða þegar rigningar er vænst. Leyfið nýrri steinsteypu að jafna sig að lágmarki í 6 vikur. Þrífið áhöld með vatni. Flytjið og geymið ekki í frosti. Fyrir frekari upplýsingar: sjá tækniblöð www.rust-oleum.eu