- Nánari upplýsingar
NOTKUNARSVIÐ: Til að ryðverja steypustyrktarjárn. Til festu á viðgerðarefnum í nýrri og eldri steypu. DÆMIGERÐ NOTKUN: Kemur í veg fyrir tæringu og ryðmyndun og endurnýjar alkalí-seringu í steypustyrktar-járni, þegar gert er við með MAPEGROUT viðgerðarefnum eða venjulegri steypu-lögun með latex íblöndunarefnum. Má nota bæði ofan- og neðanjarðar. EFNIS – EIGINLEIKAR: MAPEFER er 2ja þátta efni byggt á vatnstvístruðum polymerum, sements- og ryðvarnar efnum sem borin eru á steypustyrktarjárn til að koma í veg fyrir tæringu og ryðmyndun, - samkvæmt forskrift sem þróuð er á rannsóknarstofum MAPEI. MAPEFER er tilbúið til notkunar sem 2ja þátta efni: Hluti A: Duft. Hluti B: Vökvi. Þessa hluta verður að hræra saman og hvorki má bæta í þá vatni né öðru. Ryðvarnar virkni MAPEFER lýsir sér á eftirfarandi hátt: Ógegndræpi gagnvart vatni og utanaðkomandi loftmengun sem er til staðar í í andrúmsloftinu (koltvísýringi CO2 , brennisteins díoxíð SO2 o.fl.). Verndarefna innihald kemur í veg fyrir tæringu og ryðmyndun. Miklir alkalíeiginleikar. Frábær viðloðun við málm.