Þakpappi og bræðslupappi

Húsasmiðjan býður upp á þakpappa frá einum virtasta framleiðanda í heimi, Isola. 

Isola er leiðandi framleiðandi í þakefnum sem tryggja þétt þök og býður upp á lausnir fyrir allar gerðir af þökum.  Isola er með vottun NS-EN-ISO 9001:2000. 

Isola D–glass þakpappi
D–glass þakpappinn er tjörupappi á asfaltgrunni ætlaður undir þakplötur . D–glass þakpappinn er með kantstyrkingum sem hindrar að hann rifni, naglfestan er meiri og pappinn þolir meira.

Isola Mestertekk
Isola Mestertekk er einslags pappi fyrir hallandi og flöt þök. Pappinn er festur niður með sérstökum festingum og bræddur saman á köntum með gaslampa. Sérstakleg gerður fyrir norðlægar veðuraðstæður og að sjálfsögðu CE merktur.

Isola Dobbelt Lag
Isola Dobbelt Lag er tveggja laga pappi (membran). Isola Dobbelt Lag samanstendur af Isola Kraftundirlag og Isola Sveiseoverlag. Neðra lagið er fest mekanískt og yfirlagið heilbræðist við undirlagið. Dobbeltlag má leggja á flest hefðbundin þök, steinsteypt, timbur, krossvið eða einangrunarplötur. Það assar bæði fyrir hallandi og flöt þök.

Vörulisti

Þakpappi vörulisti
No title set