Handsmíðað fyrir heimilið

Í Handsmíðaða heimilinu er hægt að velja úr 34 smíðaverkum, þar á meðal rúm, hirslur, Adirondack stóla, föndurborð og margt fleira. Í bókinni eru eru einfaldar leiðbeiningar, kostnaðaráætlun og tímaplan sem leiðir smíðaáhugamanneskjuna áfram í gegnum öll verkefnin. Þar er einnig að finna ítarlegar upplýsingar um kaup á timbri og grunnverkfærum í bókinni.

Ana White er heimavinnandi húsmóðir frá Alaska og heldur úti vinsælu bloggi um smíðar: Ana-White.com en það inniheldur viðamikið efni af áreiðanlegum smíðaupplýsingum fyrir fólk sem vill betrumbæta heimilin sín með því að smíða húsgögnin sjálf. Ana er framtaksmikil smíðaáhugamanneskja sem hefur lært iðnina á eigin vegum með því að byggja sjálf heimili sitt.Hún hefur hannað þúsundir húsgagnasmíðaverkefna og hvatt fólk til að búa til falleg og ódýr húsgögn í leiðinni.

Þú þarft ekki að vera líkamlega sterk manneskja til að búa til þín eigin húsgögn. Allt sem þú þarft er vilji til að skapa fallegra heimili fyrir þig eða fjölskyldu þína.

Halldóra Sigurðardóttir er þýðandi og útgefandi bókarinnar.  Halldóra mun verða á staðnum….til að kynna bókina.