GLUGGAR: VELFAC EDGE

- Nýjung með kanti

Einfaldleiki og frelsi í hönnun

Glugginn sem hentar í byggingar frá 1960 til 2000

Nettur og sterkur - það er VELFAC Edge. Fáðu einfaldleika og frelsi í hönnun með nettum ramma og kanti, sem hjálpar dagsbirtunni að komast inn, auk þess að opna rýmið út í umhverfið.

VELFAC Edge hentar vel til þess að gefa byggingum frá 1960-2000 nýstárlegt og uppfært útlit, þar sem þú ert með glugga með glerlista - en án ramma, sem tekur mikið pláss og minnkar dagsbirtuna.

VELFAC Edge kemur með tvöföldu gleri og er B-merktur. Ytra byrði úr áli, sem þarfnast lágmarks viðhalds - en að innan úr þrísamlímdum við. Hér færðu sígildan glugga hvað varðar form, notkun og útlit.

Ný vara með 30 ára reynslu

Endurnýjun bygginga frá þessum tíma gerir kröfu um bæði útlit og endingu. Sterkbyggð hönnun glugganna hefur verið þróuð og betrumbætt af VELFAC Innovation Center árlega, síðan 1985. Það þýðir að þú færð margprófaða og haldbæra lausn með 10 ára ábyrgð.

Innbyggt öryggi

Í VELFAC Edge glugganum eru glerlistarnir, andstætt mörgum öðrum tegundum glugga, staðsettir að innanverðu. Það þýðir að ekki er hægt að fjarlægja glerið utan frá. Eini möguleiki þjófsins er því að brjóta rúðuna og velur hann því oftast að hverfa frá.

Sjálfur ramminn fellur saman við átak og því er erfitt að spenna hann frá. VELFAC notar ekki staðlaðann opnunarbúnað, heldur framleiða þeir sinn eiginn - sérþróaðan fyrir hverja gluggategund.

VELFAC EDGE

  • Nettur rammi með stærra ljósopi hleypir meiri birtu inn í rýmið

  • Falin fúga fyrir svífandi ramma

  • Glerlisti að innan sem innbyggt öryggi

Munurinn liggur í smáatriðunum

Það er ekki einungis litur og lögun sem skiptir máli til að fá sem besta nýtingu á nýju gluggana þína. Þú hefur fjölmarga valmöguleika á gleri og fylgihlutum, sem passa einmitt fyrir þitt hús og þínar þarfir. Þú getur alltaf spurt okkur ef þú ert í vafa - við aðstoðum þig.

Glerið

VELFAC Orkusparnaður

Fjöldi glerlaga í glugganum hefur áhrif á kyndiþörf og loftslag innanhúss. Hvort velja eigi 2ja eða 3ja laga gler er m.a. háð aldri hússins og ósk um orkusparnað.

VELFAC Hljóðvist

Utanaðkomandi hávaði getur valdið miklu áreiti. Búir þú við umferðargötu geta gluggar sem draga úr hávaða komið í veg fyrir að utan að komandi hljóðmengun berist inn. Þú munt því upplifa þægilega viðveru innandyra.

VELFAC Sólarljós

Sólvarnargler er áhrifarík aðferð til að halda hitastigi innanhúss jöfnu í rýmum sem snúa í suður og vestur. Það varnar innstreymi sólarljóss og kemur í veg fyrir ofhitnun, en hleypir á sama tíma mikilli náttúrulegri birtu inn.

VELFAC Öryggi

Hægt er að velja öryggisgler sem ekki splundrast og hrynur þegar glerið brotnar. Það lágmarkar hættuna á slysum og er notað í m.a. svalahurðir, rennihurðir, útihurðir og gólfsíða glugga.

VELFAC Décor

Décor-gler hindrar gegnsæi utan og innan. Það er notað t.d. í baðherbergisglugga og útihurðir. Hægt er að velja um 5 mismunandi tegundir.

Hljóðvist

Sólarljós

Öryggi

5 mismunandi tegundir af Décor gleri

Satin

Pacific

Cotswold

Carré

Mat lam

Aukahlutir

Mundu að þú getur aðlagað hurðir og glugga að þörfum fjölskyldunnar. Öryggisbúnaður veitir ró í hversdagsleikanum. Við veitum þér ráðgjöf og finnum réttu lausnina fyrir þig.

  • Öryggislæsing takmarkar opnun gluggans við ca. 5cm. Losa þarf öryggislæsinguna með ákveðnum hætti svo hægt sé að galopna hann
  • Handfang með barnalæsingu er með takka sem halda þarf inni, svo hægt sé að opna gluggann
  • PN-öryggislæsing gerir innbrotsþjófum erfiðara fyrir
  • Stormkrókur heldur svalahurðinni fastri við loftun
  • Hægt er að fá læsanleg handföng

Öryggislæsing

Handfang m/barnalæsingu

Stormkrókur

Handfang m/lás

PN-öryggislæsing

Læsanlegt handfang

Hafðu samband

Fáðu tilboð og nánari upplýsingar hjá sérfræðingum okkar í Fagmannaverslun Húsasmiðjunnar í síma 525 3000 eða tölvupósti gluggar@husa.is.

Heimasíða framleiðanda www.velfac.dk