Nýtt Fagmannablað Húsasmiðjunnar er komið út

Vistvænt timbur

Nánast allt timbur sem Húsa-smiðjan selur er FSC vottað.
Þar með talið er pallaefnið vinsæla sem Húsasmiðjan er þekkt fyrir. FSC vottun tryggir að timbrið kemur úr sjálfbærum skógum
og þannig stuðlum við saman
að því að vernda skóga og dýr þrátt fyrir að við séum að nota timbur sem byggingarefni.

Fyrsta uppgerða húsið í Svansvottunarferli

Nú er unnið að endurbótum á húsi við Þingholtsstræti 35. Þetta fallega hús fær nú yfirhalningu og stefnt er að því að húsið fái einnig Svansvottun. Þar með verður Þingholtsstræti 35 fyrsta uppgerða húsið í miðbæ Reykjavíkur sem hlýtur slíka vottun. Breyting ehf. stendur fyrir breytingunum. Húsasmiðjan er samstarfsaðili Breytingar ehf., og hefur útvegað bygginaefni í verkið sem allt er Svansvottað eða leyfilegt í Svans-
vottuð hús.

Nýtt í Húsasmiðjunni

VELFAC 200 Energy, stílhrein og nútímaleg hönnun

Gluggar og hurðir frá VELFAC uppfylla kröfur varðandi öryggi og orkusparnað hvort sem þú ert að endurnýja eða byggja nýtt húsnæði.

Þú færð framúrskarandi gæði í endingargóðri danskri hönnun sem hentar þér og þínu heimili. Húsasmiðjan býður aðallega upp á tvennskonar gerðir lausna frá VELFAC, annarsvegar VELFAC 200 Energy og hinsvegar VELFAC Edge.

Glæsileg Iroko klæðning

Húsamiðjan getur boðið upp á mikið úrval af sérpöntuðum timburklæðning- um. Við erum með öflugt birgjanet og útvegum nánast allar tegundir og prófíla af klæðningu. Bjóðum bæði ómeðhöndlað, grunnað, málað, gagnvarið eða brunavarið timbur og klæðningar. Hér má sjá Iroko sérunna klæðningu á Grósku húsinu í Vatnsmýri. Sami prófíll utan- og innanhúss en mismunandi rakastig. Innanhússklæðningin þurrkuð niður í 10%. Öll klæðning er ómeðhöndluð.

Mygluvarið byggingatimbur

Nýtt á markaði í baráttunni gegn
myglu í húsbyggingum.

Sérmeðhöndlað mygluvarið byggingatimbur er nú komið
í sölu hjá Húsasmiðjunni í
fyrsta sinn á Íslandi.