Græn vara - hvað merkir það hjá okkur?

Húsasmiðjan býður upp á eitt mesta úrval landsins af umhverfisvænum byggingavörum og vörum sem nota má í vistvænar byggingar o.fl. Í vefverslun eru allar umhverfisvænar og umhverfisvottaðar vörur sérmerktar með grænum borða sem við köllum "Græn vara". Einnig merkjum við vörur "Græn vara " þegar hún er leyfð til notkunar í vistvænar byggingar, í matvælaiðnað o.fl. Þegar smellt er á "Græna vöru" í vefverslun má sjá nánar hvaða vottun er til staðar á vörunni eða hvort nota má vöruna t.d. í vistvænar byggingar, við matvælaframleiðslu o.sfrv.

Þetta auðveldar þér að finna umhverfisvænar vörur s.s. Svansmerktar vörur, timbur úr sjálfbærum skógum o.fl. Hafa skal í huga að ekki eru allar "Grænar vörur" umhverfisvottaðar en mega t.d. notast í vistvænar byggingar og fá því merkinguna "Græn vara". Grænu vörurnar okkar skipta hundruðum í vefverslun og fjölgar í hverri viku. 

Húsasmiðjan setur umhverfið í fyrsta sæti. 

Kynntu þér umhverfsstefnu okkar hér

Kynntu þér umhverfismerkin okkar hér