Frumsýnum ný einingahús á Íslandi í apríl

Húsasmiðjan í samstarfi við Seve mun hefja sölu á nýjum
einingahúsum fyrir íslenskan markað um miðjan apríl. Seve er
eitt af leiðandi fyrirtækjum í einingahúsasmíði í Eistlandi.

Fyrirtækið hefur í mörg ár selt einingahús á mjög hagstæðu verði m.a. til Noregs þar sem nú þegar hafa verið seld u.þ.b. 800 hús, af öllum stærðum og gerðum. Húsin hafa reynst einstaklega vel, standast fyllilega allar kröfur og eru ótrúlega einföld og fljótleg í uppsetningu. Einnig hafa húsin verið seld í Sviss og Svíþjóð.

Húsasmiðjan mun frumsýna smáhýsi (18-25 m2) um miðjan apríl og verða húsin til sýnis í Húsasmiðjunni í Skútuvogi. 

Smáhýsin eru hönnuð í samstarfi við Húsasmiðjuna þar sem gæði og hagstætt verð eru höfð að leiðarljósi. Húsin henta bæði einstaklingum, fyrirtækjum og aðilum í ferðaþjónustunni. Falleg hönnun og umfram allt einföld, hagkvæm og skemmtileg lausn.

Að auki mun Húsasmiðjan bjóða upp á stærri einingahús í mörgum útfærslum sem henta bæði sem sumarhús og íbúðarhús.

Þetta er einföld, hagkvæm lausn sem þú verður að kynna þér.

Stuttur afgreiðslufrestur