Mannauðsstefna

Starfsfólk Húsasmiðjunnar er mikilvægasta auðlind fyrirtækisins og er það stefna fyrirtækisins:

  • Að hafa ætíð á að skipa áhugasömu, traustu og þjónustulunduðu starfsfólki.
  • Að leggja áherslu á markviss vinnubrögð, skýra ákvarðanatöku og frumkvæði í starfi.
  • Að hafa hvetjandi starfsumhverfi í skýru og virku skipulagi.
  • Að hlúa sem best að fræðslu og þjálfun starfsmanna til að þeir skilji og framkvæmi áherslur fyrirtækisins.  
  • Að starfsfólk sé metið að verðleikum.
  • Að öflugt upplýsingastreymi sé á milli stjórnenda fyrirtækisins og starfsmanna.

Húsasmiðjuskólinn

Grunnurinn að öflugu verslunar- og þjónustufyrirtæki er vel þjálfað starfsfólk sem hefur góða þekkingu á þeim vörum sem fyrirtækið er að selja og þeirri þjónustu sem það hefur að bjóða. Með þetta að leiðarljósi rekur Húsasmiðjan öflugan skóla fyrir starfsmenn sína sem nefndur hefur verið Húsasmiðjuskólinn. Fræðsludagskrá er gefin út tvisvar á ári, fyrir vorönn og haustönn.

Reynt er að hafa námskeiðsúrval sem fjölbreyttast en mest áhersla er lögð á vöruþekkingu, sölu- og þjónustu, tölvukunnáttu og þjálfun nýliða. Að jafnaði er boðið upp á 30 - 40 gerðir af námskeiðum á hverri önn.

Öllum starfsmönnum gefst kostur á að sækja þau námskeið sem í boðið eru þeim að kostnaðarlausu. 

Starfsmannafélag

Í Húsasmiðjunni er starfandi starfsmannafélag sem stendur fyrir ýmsum skemmtunum og öðru félagsstarfi til að efla starfsandann. Fastir liðir í starfinu eru árshátíð, þorrablót og jólabíó. Auk þess sér stjórn starfsmannafélagsins um útleigu orlofshúsa til starfsmanna allt árið um kring.

Árshátíð Húsasmiðjunnar er haldin einu sinni á ári og síðastliðin tvö ár hafa um 600 manns sótt hana. Þá greiðir starfsmannafélagið íþróttastyrk til starfsmanna.

Störf í boði

Umsóknir um auglýst störf og almennar starfsumsóknir. Vinsamlega fyllið út upplýsingar á því umsóknarformi sem hér birtist. Það er yfirleitt beðið um að a.m.k. starfsferilskrá fylgi útfylltri umsókn. Kerfið tekur við skjölum á .doc og .pdf formi, mest 4 viðhengjum samtals.

Fara í umsókn