P5 Ábyrgð - 100% Verðöryggi fyrir sólpallinn

Viðskiptaskilmálar og skýringar

Húsasmiðjan býður viðskiptavinum sínum upp á P5 ábyrgð fyrir sólpallinn. Í því felst 100% verðöryggi og 5 ára ábyrgð.

PALLURINN Á LÆGRA VERÐI

Þú færð 100% verðöryggi og 5 ára ábyrgð fyrir pallinn þinn

Tilgangur Húsasmiðjunnar með 100% verðöryggi er að viðskiptamaður fái heildarverð á pallaefni fyrir sólpallinn á sama eða lægra heildarverði og hann getur sýnt fram á að bjóðist hjá öðrum aðilum á byggingamarkaði. Þetta köllum við 100% verðöryggi.

Heildarverð nær yfir þær vörur sem nota þarf til að byggja sólpall. Um er að ræða pallaefni úr timbri, festingarefni, skrúfur, undirstöður ofl.

Áréttað er að um heildarverð er að ræða á því efni sem kaupa á í sólpallinn. Þó einstaka vörunúmer séu á hærra verði hjá Húsasmiðjunni þá er það heildarverðið sem skiptir sköpum. Húsasmiðjan jafnar alltaf heildarverðið enda sé verið að bera saman sambærilegar vörur.

Ekki er um svokallaða verðvernd að ræða heldur er aðferðarfræðin sú að hafi viðskiptamaður ákveðið að fara í framkvæmdir við sólpall, annaðhvort nýsmíði eða endurbætur, þá mun Húsasmiðjan tryggja að minnsta kosti sama eða lægra heildarverð í sólpallinn.

Ekki er um það að ræða að viðskiptamaður geti komið innan ákveðins tíma eftir að kaup fara fram og sýnt fram á lægra verð hjá öðrum. Eftir að kaup hafa farið fram á grundvelli 100% verðöryggis er verðið endanlegt og ekki hægt að gera kröfur um lækkun verðs eftirá.

Húsasmiðjan áskilur sér rétt á að meta hvert tilboð m.t.t. hvort um sambærilegar vörur sé að ræða.

Athugið að Húsasmiðjan býður eingöngu upp á fyrsta flokks pallaefni. Það merkir að allt pallaefni er að fullu gagnvarið. Notast er við AB gagnvörn sem er vottuð af Nýsköpunarmiðstöð Íslands.

Með P5 ábyrgð fylgir 5 ára ábyrgð á öllu pallaefni úr AB gagnvarinni furu.

Ábyrgðin tekur til galla/skemmda sem koma fram innan 5 ára frá því að kaup eru gerð og falla undir hið almenna gallahugtak eins og það er skilgreint á hverjum tíma . Áréttað er að sólpallar þarfnast árlegs viðhalds. Afleiðing viðhaldsleysis fellur ekki undir gallahugtakið.

Komi fram kvörtun áskilur Húsasmiðjan sér rétt á að meta hvert tilvik fyrir sig m.t.t. ofangreindra þátta.

Nái heildarupphæð viðskipta 100.000 krónum eða meira þá fylgir dvd kennslumyndband (Timburmenn) og rafrænt gjafakort að andvirði kr. 10.000 sem nota má í verslunum Húsasmiðjunnar og Blómavals.

Hægt er að greiða með kaupláni sem eru vaxtalaus lán til 12 mánaða fyrir þá aðila sem eru með kreditkort og fá heimild viðkomandi kortafyrirtækis.

Á ábyrgðarskírteini skal tilgreina byggingarstað sólpallsins.

Ýmis fróðleikur og hugmyndir fyrir sólpallinn þinn