Spónaplötur eru ódýrar og auðvelt að sníða til

Spónaplötur eru mjög mikið notaðar við húsbyggingar. Þær eru almennt ódýrar og auðvelt að sníða þær til. Spónaplötur eru gerðar úr tréspæni og bindiefnum. Spónninn er flokkaður, þurrkaður og síðan er límblöndu blandað við, því næst eru plöturnar mótaðar og pressaðar við mikinn hita og að lokum pússaðar. 

Rakaþolnar spónaplötur eru almennt grænar og eldþolnar rauðar. 

Leitið nánari upplýsinga og ráðgjafar hjá sölumönnum Húsasmiðjunnar um land allt.