Síberíu lerki

 • Síberíulerki (Larix Sibirica) frá Wimex er einstakt byggingarefni. Það er 100 % náttúrulegt án allra kemískra aukaefna og sterkt byggingarefni. Síberíulerki er mjög hægvaxið þannig að þéttleikinn er mikill, hátt hlutfall kjarnaviðar og þétt uppbygging viðarins. Vegna þessa er Síberíulerki upplagt efni í utanhússklæðningar og palla.
 • Yfirborð Síberíulerkis gránar með tímanum.  Sól, rigning, snjór og vindur hafa áhrif á veðrunina.
 • Vegna þessa hefur staðsetning á lerkinu mikil áhrif á veðrunina.

Yfirborðsmeðhöndlun

 • Við mælum með að borið sé á lerkið áður en það er sett upp. Annarsvegar til að lengja líftíma klæðningarinnar og hins vegar til að hindra veðrunina.  Borðin á að grunna á öllum 4 hliðum. Síðan á að bera á bera á 1 umferð með litaðri viðarvörn (pigmenteret) og að lokum eina umferð eftir uppsetningu til að halda náttúrulega litnum á lerkinu.

Viðhald.

 • Eins og allar aðrar timburtegundir þarfnast lerki viðhalds.
 • Hve oft þarf að endurbera á lerkið fer eftir staðsetningu á lerkinu.
 • Lerki sem er að mestu  í vari frá sól og rigningu getur staðið án viðhalds í mörg ár meðan pallur sem er opinn fyrir veðri og vindum þarf reglulegt viðhald – jafnvel árlega.
 • Þegar endurborið er á lerki þarf að þrífa lerkið með efnum sem mælt er með frá framleiðanda viðarvarnarinnar sem notuð er. Stundum getur verið nauðsynlegt að þrífa pallinn með sérstökum pallahreinsiefnum.
 • Mælt er með að þrífa og fara yfir tréverkið sitt minnst einu sinni á ári og fjarlægi mosa, gróður, mold, og þess háttar.  Það er líka gott að fjarlægja snjó sem safnast á pallinn.
 • Húsasmiðjan tekur ekki ábyrgð á efni sem ekki hefur verið meðhöndlað eða áborið samkvæmt leiðbeiningum.

Góð ráð

 • Geymið lerkið undir yfirbreiðslu og haldið því þurru
 • Nota alltaf ryðfrían saum eða skrúfur
 • Mælt er með að forbora 
 • Ekki er mælt með beinni snertingu við tjörupappa
 • Afsag má fara í endurvinnslu.