Nokkrir af kostum Sikkerthjem™ S6evo™ Heimavarnarinnar:

  • Nýtist við nágrannavörslu. Hægt að láta kerfið senda boð t.d. á nágranna og fjölskyldumeðlimi ef eitthvað kemur upp á.
  • Sítengt við Internet til að tryggja að boð berist samstundis og hægt er að tengjast kerfinu og breyta stillingum án þess að vera staðsettur innanhúss.
  • SMS varaleið* tryggir að boð halda áfram að berast ef nettenging bregst.
  • Engin áskrift eða annar aukakostnaður** við notkun kerfisins.
  • Auðveld og fljótleg uppsetning.
  • Hægt að stilla hvaða skynjarar eru virkir þegar þú er heima t.d. á nóttunni.
  • Öryggiskerfi, Snjalllausn og inni/úti myndavélakerfi í einu og sama appinu.

Um Sikkerthjem™ S6evo™ Heimavörnina

Sikkerthjem™ S6evo™ Heimavörnin er næstu kynslóðar öryggiskerfi sem tengist Internetinu í gegnum WiFi eða með LAN snúru og býður upp á SMS varatengingu ef nettenging bregst. Heimavörnin er örugg, áreiðanleg og full af eiginleikum sem hingað til hafa bara verið í boði í dýrum og flóknum kerfum. Heimavörnin býður upp á fjölbreytt úrval aukabúnaðar sem hjálpar við að tryggja heimili þitt og gera daglegt líf þitt svolítið auðveldara.

Allur hefbundinn aukabúnaður, svo sem dýraónæmir hreyfiskynjarar og hurða/gluggaskynjarar til að tryggja hurðirnar þínar og glugga er í boði, en einnig reykskynjarar, vatnsskynjarar, fjarstýringar og lyklakippuflögur.  Fleiri spennandi aukamöguleikar eru í boði eins og t.d. SmartPlug sem gerir þér gert kleift að stjórna rafmagnstækjum og lömpum á heimilinu beint úr appinu í símanum og SmartCams sem gera þér kleift að fylgjast með því hvað er að gerast bæði innanhúss og utanhúss hvar sem þú ert í heiminum.

Allir fylgihlutir eru tengdir þráðlaust við móðurstöðina og löng drægni tryggir að ekki þarf að setja upp búnað sem magnar merkið. Við hönnun á Heimavörninni var mikil áhersla lögð að gera hana notendavæna og auðvelda í uppsetningu. Tenging á aukabúnaður er auðveld og gerist með því að skanna QR kóða á aukabúnaðinum inn í S6evo appið. Fyrsta uppsetning kerfisins tekur stuttan tíma, bara nokkrar mínútur og persónuleg aðlögun kerfisins, svo sem að bæta við notendum, nafngiftir á aukabúnaði og fl. er gerð með nokkrum fingursnertingum.

Engin áskrift eða annar aukakostnaður** við notkun kerfisins.

Einfalt í uppsetningu

Þrep 1

Sækja S6evo appið
Opnið App Store á iPhone síma eða Google Play Store á Android síma og leitið að S6evo. Hlaðið appinu niður og setjið upp á símanum.

Þrep 2

Kveikja á S6evo SmartBox
Fjarlægið bakplötuna á S6evo SmartBox. Smellið hnappinum á ON.

Setjið bakplötuna aftur á og bíðið eftir að SmartBox ræsi sig. Það gæti tekið um 45 sekúndur.

SmartBoxið hefur lokið ræsingu þegar hljóðmerki heyrist og merkið á framhliðinni byrjar að blikka.

Þrep 3

Tengja S6evo SmartBox við þráðlaust net (WiFi).
ATH! Síminn þarf að vera tengdur við internet, annaðhvort í gegnum WiFi eða 3G/4G Opnið S6evo appið. Smellið á Add a new SmartBox.

Smellið á Quick Setup. Farið í WiFi stillingar sá símanum og tengist „SikkertHjem_S6evo_xxxxxx“ netinu.

Sjálfgefið lykilorð er 1234567890. Farið aftur í S6evo appið. Veljið það þráðlausa net sem þið viljið að SmartBox tengist. Sláið inn lykilorðið fyrir það þráðlausa net sem valið var, staðfestið í næsta reit og smellið á Confirm.

SmartBox mun nú tengjast þráðlausa netinu. Þetta ferli gæti tekið nokkrar mínútur. Ekki loka appinum meðan á því stendur.

Þrep 4

Setja inn SmartPad PIN númer
Þegar SmartBox hefur tengst þráðlausa netinu kemur upp staðfestingar skjár. Smellið á Next.

Veljið 4 stafa PIN númer fyrir SmartPad. Smellið á Next. Sláið inn PIN númerið aftur og smellið á Confirm.

Gefið S6evo kerfinu nafn. T.d. „Heimavörn“

Smellið á All done! Let´s get going

Skoðaðu vöruúrvalið hér

*Sim kort fyrir SMS varaleið fylgir ekki.
** Einhver kostnaður getur verið vegna SIM korta, fer eftir áskriftarleið notanda.