Sérvinnsla á timbri

Húsasmiðjan býður upp á fjölþætta sérvinnslu á timbri, plötum o.fl.

Húsasmiðjan býður m.a. upp á borðplötu- og sólbekkjavinnslu, auk þess sem hægt er að sérvinna panil, vatnsklæðningar, gólflista og gerefti — allt eftir óskum hvers og eins.

Hægt er að hefla, fræsa, búta og saga eftir þinni ósk. Ráðgjafar og sölumenn okkar taka niður pantanir og gefa upp afgreiðslufrest á sérvinnslu.

Ef þig vantar frekari upplýsingar, hafðu þá samband við þjónustuver okkar í síma 525-3000.