Fura er vinsælasta pallaefnið á Íslandi

Undanfarna áratugi hefur gagnvarin fura verið langvinsælasta pallaefni á Íslandi og ætla má að meirihluti sólpalla sé úr furu. Auðvelt er að vinna með efnið og hefur það reynst vel við íslenskar aðstæður sé því haldið við með réttri viðarvörn s.s. Jotun Treolje eða Jotun Trebitt.

Margbreytilegar og stundum erfiðar veðuraðstæður hérlendis kalla á að það timbur sem við notum utandyra sé vel varið gegn áhrifum veðráttunnar. Hægt er að verja timbur með margvíslegum hætti en algengasti viðurinn í palla og skjólveggi er gagnvarin fura. Gagnvarið timbur er meðhöndlað með söltum til að auka mótstöðu þess gegn lífrænum efnum og lífverum sem brjóta timbrið niður eins og t.d. fúasvepp og skordýrum.

Húsasmiðjan selur fyrsta flokks AB gagnvarið timbur frá framleiðendum sem nota viðurkennd efni gagnvart umhverfi og heilsu fólks.

Smelltu hér til að versla pallaefnið á vefnum.

Vörulistar fyrir algengustu pallaefni

Pallaefni fura vörulisti Pallaefni lerki vörulisti

Síberíulerki

Lerki hefur þann einstaka eiginleika að vera náttúrulega fúavarið og vinsælt er að láta viðinn grána, ómeðhöndlaðan, því þannig næst fallegt útlit sem ekki þarf að meðhöndla með viðarvörn eða pallaolíu. Í Rússlandi hefur lerki verið mikið notað í gegnum aldirnar vegna mikils styrkleika og endingartíma viðarins. Lerki hefur verið notað í timburhús, staura, brýr, undirstöður járnbrauta og skip.

Undanfarin ár hefur notkun á lerki í pallaefni og utanhúsklæðningar stóraukist á Norðurlöndum sem og hér á landi. Vegna náttúrulegrar fúavarnar Síberíulerkis er ekki þörf á að yfirborðsmeðhöndla viðinn ef hann má grána. En ef halda á í upprunalegt útlit viðarins verður að yfirborðsmeðhöndla hann t.d. með sérstakri viðarvörn frá Jotun.

Plastpallaefni

Plastpallefni er nýjung á Íslandi og aðeins eru örfá ár síðan fyrst var byrjað að bjóða upp á slíkt hérlendis. Efnið er unnið úr plasttrefjaefni og er algjörlega viðhaldsfrítt. Plastpallaefnið er vinsælt t.d. hjá stofnunum, hótelum og víðar þar sem er mikið og stöðugt álag og viðhaldsvinna þarf að vera í lágmarki.

Vinsælustu pallaefnin

  • Fura (AB gagnvarið pallaefni)
  • Lerki
  • Komposit/Plastpallaefni