Á síðasta ári fagnaði Húsasmiðjan afnámi vörugjalda með
því að lækka verð á parketi, flísum, hreinlætistækjum,
gipsplötum, heimilistækjum, ljósum og öðrum vörum
sem áður báru vörugjöld.

Nú gerum við enn betur og lækkum listaverðið um allt að
20% á helstu byggingavörum, svo sem timbri, plötum,
einangrun, stáli, skrúfum og festingum.

Með þessu leggur Húsasmiðjan sitt af mörkum til að lækka
byggingakostnað enn frekar og auðvelda neytendum að
byggja á betra verði.

Ný verðstefna Húsasmiðjunnar endurspeglast jafnframt í nýju slagorði fyrirtækisins: „Byggjum á betra verði“.

Lækkuninni er meðal annars náð með því að einfalda afsláttarkerfi Húsasmiðjunnar. Áfram verða veittir afslættir vegna magnkaupa en dregið er úr öðrum afsláttum. Verðlisti verslunarinnar er því orðinn gegnsærri, sem er í takt við þróun í smásöluverslun. Yngri kynslóðir neytenda eru minna hrifnar af því að þurfa að semja um verð og vilja að verðið sem fram kemur á vefnum sé raunverðið.

Með því að lækka verðlista sína tekur Húsasmiðjan á sig nokkurt tekjutap en stjórnendur fyrirtækisins telja að gegnsærra verð muni auka viðskiptin við almenning og fagmenn ásamt því að sölu- og afgreiðsluferlið verður hraðara. Þessi lækkun mun stuðla að lækkun byggingarkostnaðar. Þá eru það hagsmunir allra að sporna gegn verðbólgu og óæskilegum þensluáhrifum á því hagvaxtarskeiði sem farið er í hönd á Íslandi.