Hurðir sem þurfa að þola mikið álag
Húsasmiðjan býður upp á hurðir fyrir fyrirtæki og stofnanir frá einum stærsta hurðaframleiðanda í heimi, Jeld-Wen. Þær eru framleiddar úr þykkari efnaþeytu en venjulegar innihurðir og í framleiðsluferlinu er notaður meiri hiti og þrýstingur við pressun á yfirborðsplötum.
Hurðirnar eru klæddar 0,8 mm þykkum sveigjanlegum plötum, sem eru sérstaklega meðhöndlaðar til að veita aukna vörn gagnvart rispum og núningi. Yfirborðið er einnig sérstaklega meðhöndlað til að auðvelt sé að hreinsa það og halda virku hreinlæti. Innihurðir Jeld-Wen fyrir stofnanir eru notaðar í byggingum á borð við skóla, sjúkrahús, læknastofur og opinberar byggingar. Jeld-Wen leggur kapp á að uppfylla allar þarfir og óskir kaupenda.