Bílskúrshurðir

Vörumerki

Sía Vörur
Staðfesta

Augnablik, sæki vörur...

Fáðu nýja bílskúrshurð á aðeins 3-10 dögum!

Húsasmiðjan býður upp á gott úrval bílskúrshurða. Hurðirnar eru íslensk framleiðsla fyrir Húsasmiðjuna.

Hurðirnar eru hefðbundnar samlokueiningahurðir þ.e. flekar hurðanna eru byggðir upp úr ytra og innra byrði úr galvaniseruðu og lituðu stáli með polystyrene einangrun á milli.

Hægt er að velja á milli hurða með sléttum flekum eða fulningum en báðar gerðir eru með viðaryrjum. Þykkt flekanna er 35mm og eru þeir einangraðir með polystyrene. 

Staðal litur er hvítur og til á lager en einnig er hægt að sérlita hurðir í flestum litum RAL litakerfisins. Afgreiðuslufrestur á hurðurm á lager er einungis 3–10 dagar.

Húsasmiðjan getur bent á sérhæfða aðila til að mæla og setja upp hurðina ef þess er óskað.

Rafknúnir bílskúrshurðaopnarar við hurðirnar fást að sjálfsögðu í Húsasmiðjunni.

Fáðu tilboð í nýja bílskúrshurð í næstu verslun eða fáðu nánari upplýsingar í síma 525-3000.