- Nánari upplýsingar
Breytu venjulegum rofum hjá þér í snjallrofa ! Með þessum snjallpung geturðu breyt venjulegum rofa hjá þér í snjallrofa til að stjórna HUE ljósunum hjá þér. Nauðsynlegt er að vera með Brúna frá Philips HUE - Hægt á fá 1 í pakka eða 2 í pakka - Nauðsynlegt er að vera með Philips HUE brúnna - Virkar með HUE perum og ljósum - Breytir rofunum sem þú ert með fyrir í snjallrofa Hugmyndin með þessum snjallpungum er sú að þú getir stjórnað HUE ljósunum þínum með núvernadi innlagnarefni (rofar) sem þú ert nú þegar með. Pungurinn kemur á bakvið rofann í dósinni sem rofinn er í. Þannig að þú getur kveikt eða slökkt á HUE ljósunum þínum, þú getur einnig verið með vistaðar 3 senur sem hægt er að skipta á milli með því að ýta snögglega á rofann. Hvað er Philips HUE ? Ef þú ert ekki nú þegar með Philips HUE lýsingu hjá þér þá langar okkur að segja þér frá þessum frábæru vörum. Philips HUE býður upp á breiða vörulínu af perum, led borðum, lömpum og ljósum sem þú getur stjórnað úr símanum þínum eða spjaldtölvu, snjallperurmar eru settar í ljósin og eru með E27 eða E14 skrúfgangi. Þú einfaldlega setur þær í ljósið þitt, opnar HUE appið, bætir perunni inn í appið og velur í hvaða herbergi hún er í. Þetta á við allar vörurnar frá HUE, þetta er einfalt og þægilegt, ef þig vantar frekari útskýringu eða upplýsingar um HUE vörurnar okkar, kíktu þá í næstu verslun hjá okkur og sölufólk okkar aðstoðar þig.