Skjólveggir úr grjóti í netgrindum
Skjólveggir úr grjóti í netgrindum, svokallaðir gabion-veggir, eru sterk og nútímaleg lausn fyrir heimili og fyrirtæki. Veggirnir eru úr vírnetskössum sem fylltir eru með grjóti og mynda náttúrulegt og áberandi yfirbragð.
Best er að nota brotagrjót þar sem það læsist vel saman og eykur styrk veggsins. Gabion-veggir hafa verið notaðir í áratugi til að styrkja árbakka, verja gegn sjávarrofi, mynda stoðveggi og draga úr hljóðmengun.
Veggirnir standa á traustu undirlagi og er hægt að byggja sjálfstæða skjólveggi allt að 180 cm á hæð. Þyngdin heldur veggnum stöðugum – einn rúmmetri vegur um 750–900 kg. Fyrir fallega og jafna áferð er mælt með steinastærð 100–200 mm.
Netkassarnir eru afhentir ósamsettir og eru læstir saman á einfaldan og öruggan hátt. Útkoman er traustur, endingargóður og einstaklega öðruvísi skjólveggur sem sameinar náttúrulegt útlit og mikinn styrk.
Hafa samband
Markús Gunnarsson
Viðskiptastjóri
Byggingvara/Plötur/Bílskúrs og Iðnaðarhurðir
Fagmannaverslun Húsasmiðjunnar, Kjalarvogi 12-14, 104 Reykjavík
Mikael Pétursson
Söluráðgjafi
Gluggar og hurðir
Fagmannaverslun Húsasmiðjunnar, Kjalarvogi 12-14, 104 Reykjavík