Mygluvarið byggingatimbur
Vascol mygluvörnin er vatnsuppleysanlegt efni án skaðlegra efna og leyfilegt til notkunar innanhúss. Efnið myndar vörn á timbrinu gegn hugsanlegri myglu og minnkar þannig líkur á mygluskemmdum umtalsvert.
Mikil umræða hefur verið undanfarin ár um myglu í húsnæði og aukin eftirspurn eftir byggingarefnum sem síður taka í sig myglu.
Timbrið er auðþekkjanlegt af ljósbláum lit og þannig fer ekki á milli mála hvaða timbur er í notkun.
Timbrið er hugsað fyrir viðhald og nýbyggingar og vakti strax mikla athygli hjá byggingaraðilum þegar það kom á markað.