- Nánari upplýsingar
NOTKUNARSVIÐ Fasademørtel SI er sérstaklega hannað til að múra steinsteypu og binda steinefni, möl, sand o.fl. sem borið er á útveggi úr steypu og múr í því skyni að ná fram áhrifum steinteppis (perlumalar). Steypuhræruna er hægt að nota bæði úti og inni. Nokkur dæmi um notkun • Binding á steinteppi við steinsteypu og múryfirborð • Múr fyrir steinsteypu TÆKNILEGIR EIGINLEIKAR Fasademørtel SI er sérstök steypuhræra til að nota til að binda steinteppi og múr við steinsteypu og múryfirborð, samhliða því að nota efnið sem múr á BluClad plötur. Múrinn er fáanlegur í gráu og hvítu. Hann inniheldur íbætiefni sem tryggja góða viðloðun við yfirborð og að hann sé vinnanlegur og sveigjanlegur. Fasademørter SI uppfyllir kröfurnar sem eru skilgreindar í NS-EN 1504-9 «Vörur og kerfi til verndar og viðgerðar á steinsteypumannvirkjum: Skilgreiningar, kröfur, gæðaeftirlit og samræmismat. Almennar meginreglur um notkun og beitingu kerfa», og lágmarkskröfur EN 1504-3 «Viðgerðir á burðarvirki og ekki berandi hlutum» fyrir ekki berandi múrefni í flokki R2.