- Nánari upplýsingar
HENTAR VIÐ EFTIRFARANDI AÐSTÆÐUR Yfirborðsviðgerðir á skemmdum steinsteypuflötum, lóðréttum, eða láréttum Nokkrir notkunarmöguleikar • Viðgerðir á skemmdri og veðraðri steinsteypu, t.d. horn og kverkar við burðarbita og -súlur, og svalabrúnir, sem til eru komnar vegna tæringar styrktarjárns. • Endurbygging steypuþekju yfir járnagrindur. • Sléttun á yfirborðsójöfnum frá malarvösum í steypu, steypuskilum, götum eftir fjarlægðarklossa í mótum, útstæð steypustyrktarjárn og fl. • Fylling í stífum steypuskilum. • Yfirborðsviðgerð á flötum sem eru undir miklu núningsálagi, t.d. skurðir, iðnaðargólf, innkeyslurampar og fl. • Yfirborðssléttun á steyptum hafnarmannvirkjum og jarðgangnaklæðningums. • Viðgerðar á brúarundirstöðum. TÆKNILEGIR EIGINLEIKAR Mapegrout Thixotropic er viðgerðarmúr, samsettur úr öflugri sementsblöndu, völdum jarðefnum og íblöndunarefnum, auk tilbúinna trefja. Þessum efnum er blandað saman samkvæmt uppskrift sem þróuð hefur verið í rannsókna- og tilraunastofum MAPEI. Við blöndun með vatni verður Mapegrout Thixotropic að afar þjálli múrblöndu með álagstengdum floteiginleikum (thixotropic). Hana má því leggja á lóðrétta fleti án sigs, jafnvel í mikilli þykkt án þess að þarfnast mótasmíða af neinu tagi. Sé Mapegrout Thixotropic eingöngu blandað vatni, er nauðsynlegt að láta múrinn harðna við mikinn loftraka til þess að tryggja að þenslueiginleikar hans komi fram að fullu. Því miður getur reynst erfitt að ná og halda þeim aðstæðum á verkstað. Hins vegar með íblöndun 0,25% Mapecure SRA, sé yfirborð í snertingu við loft, næst góður árangur, þar sem íblöndunin dregur mjög úr rýrnun múrsins. Mapecure SRA gegnir því stóru hlutverki í að tryggja betri og jafnari hörðnun múrsins. Blanda þess við Mapegrout Thixotropic má því kalla háþróað múrkerfi, þar sem íblöndunarefnið hægir á uppgufun vatns og ýtir þar með undir æskileg efnahvörf þess við múrefnin. Mapecure SRA verkar því sem íblandaður herðir, og vegna samverkunar þess með virka hluta sementsefnanna, dregur það úr rýrnun sem nemur 20-50%, miðað við stöðluð gildi, án íblöndunar. Þetta leiðir augljóslega til minni sprungumyndunar. Þegar Mapegrout Thixotropic hefur náð fullri hörku, eru eiginleikar þess sem hér segir: • mjög hátt beygju- og þrýstiþol; • fjaðurstuðull, hitaþanstuðull og gegndræpi vatnsgufu, eru svipuð og í hágæðasteinsteypu; • vatnsþétt; • mjög góð viðloðun við eldri steinsteypu, að því gefnu að hún hafi fyrst verið vandlega vætt. Sama á við um steypustyrktarjárn, hafi þau verið meðhöndluð með Mapefer eða Mapefer 1K; • mikið núningsþol. Mapegrout Thixotropic uppfyllir kröfur staðalsins EN 1504-9 (“Efni og kerfi til viðhalds og verndunar steinsteypuvirkja, -skilgreiningar, kröfur, gæðaeftirlit, mat – Almenn viðmið við notkun byggingarefna og kerfa”) auk lágmarkskrafna í staðli EN 1504-3 (“Viðgerðir á álagsberandi og álagslausum virkjum”), fyrir álagsberandi múr í flokki R4. EN 1504-3 Rýrnunarlaus trefjastyrktur viðgerðarmúr fyrir steinsteypu