- Nánari upplýsingar
NOTKUNARSVIÐ: Til hraðvinnslu við festingar og frágang, - bæði á lárétta og lóðrétta fleti úr steypu og múrhleðslum. Dæmigerð notkun: Til festinga og frágangs á niðurföllum og brunnum. Til að festa járnbolta, pípulagnir, sólbekki og syllur. Til að festa girði, baulur og króka, - hreinlætistæki glugga- og hurðarkarma. Til frágangs á rofum vegna raflagna og töfluskápa. Til frágangs og þéttinga á steinrörum, rotþróm og til viðgerða á minniháttar leka. EIGINLEIKAR: LAMPOCEM er tilbúin, fljótharðnandi múrblanda gerð úr sterku sementi og sérstökum bætiefnum samkvæmt forskrift sem gerð er í rannsóknarstofum MAPEI. LAMPOCEM inniheldur engin klórefni. Þegar LAMPOCEM er blandað vatni þá verður úr mjög auðvinnanlegur massi sem hæfir jafn á lárétta sem lóðrétta fleti án þess að áður þurfi að setja upp mót. Hörðnunartími LAMPOCEM er mjög hraður (u.þ.b. 3 mínútur við + 20°C), og hefur eftirfarandi eiginleika: Mjög mikið þrýsti- og sveigjuþol eftir u.þ.b. 3 klst. Rýrnar ekki. Er vatnsþétt og vatnsfælin. Er frost / þíðu þolin.