- Nánari upplýsingar
NOTKUNARSVIÐ: Íblöndunarefni í múrblöndur, til að auka styrk, viðloðun, festu og frostþol. Dæmigerð notkun: Til að auka festu og styrk í múrblöndum, bæði innanhúss og utan. Í hefðbundnar flísalagnir með sementsmúr. Í sementspússningu og afréttingar, - utanhúss og innan. Til að auka viðloðun og festu í múrviðgerðarefnum. (Einnig í MAPECEM). Til að auka sveigjuþol í múrblöndum. Eykur viðloðun við sementskústun undir nýjar lagnir. Í múrblöndur til viðgerða, holufyllinga og endurbóta á steyptu yfirborði svo og í viðgerðir á forsteyptum einingum. Í múrblöndur og yfirborðsfrágang þar sem er mikið álag og svörfun t.d. á iðnaðarhúsnæði, umferðarstígum, akreinum og veituskurðum. TÆKNILEGIR EIGINLEIKAR: PLANICRETE er vatnsdreifð blanda úr sérstökum gerfiefna fjölliðum og alveg ónnæm gegn alkalifreyði. Er þunnfljótandi, ljósgrænn Latex-vökvi og þegar PLANICRETE er blandað sementi og blöndunarefnum, og þá eykur það festu- og viðloðunar- eiginleika lögunarinnar og vinnsluhæfni. Eftir þornun og endanlega hörðnun hefur múr, - blandaður PLANICRETE miklu meiri festu og viðloðun en hefðbundinn. Einnig betra sveigju- og togþol, betra frost-þíðu þol og með meira viðnám gegn sýrum, alkalí, salti, leysiefnum og olíu. RÁÐLEGGINGAR (Varist eftirfarandi): Notið ekki óblandað PLANICRETE sem grunn. Blandið ávallt með sementi, eða MAPECEM hraðsementi frá MAPEI. Notið ekki lögun með PLANICRETE ef hitastig er lægra en + 5°C eða hærra en + 40°C. Eftir lögn við mikil hlýindi, vinda eða sólskin, - verjið þá lögnin til að koma í veg fyrir of hraða uppgufun. Við notkun PLANICRETE í múrblöndur, er samt sem áður mjög mikilvægt að fylgjast vel með því að verkferli sé rétt útfært og að blöndunarefni t.d. möl og sandur séu í réttu hlutfalli og kornastærð, miðað við þykkt og umfang lagnarinnar. Ef PLANICRETE lögun er hrærð í steypuhrærivél, - hrærið þá aldrei lengur en í 3 mínútur til að koma í veg fyrir loftbólumyndun.