- Nánari upplýsingar
NOTKUNARSVIÐ: Til að stöðva vatnsleka, tafarlaust, - jafnvel undir þrýstingi. DÆMIGERÐ NOTKUN: Til stöðvunar á vatnsleka í kjöllurum, undirgöngum og undir jarðvegs yfirborði. Til að stöðva vatnsleka í vatnstönkum, ofanjarðar. Til vatnsþéttingar á skilum milli gólfs og veggja. Til að vatnsþétta sprungur, holur og rifur. Til að styrkja múrlagnir og hleðslusteina samskeyti, áður en vatnsþétt er með IDROSILEX PRONTO. EIGINLEIKAR: LAMPOSILEX er sementskennt bindiefni í duftformi, tilbúið til notkunar, og framleitt úr sérstökum, háþróuðum sements-bindiefnum, sem þróuð eru á rannsóknarstofu MAPEI. LAMPOSILEX er klórefnafrítt. Þegar efnið er blandað vatni, verður úr deigkenndur pasti sem auðvelt er að setja jafnvel á lóðrétta fleti án þess að setja upp sérstök mót. LAMPOSILEX er mjög hraðharðnandi (u.þ.b. ein og hálf mínúta við +20¨C), og nær við hörðnun: Mjög miklu þrýsti- og teygjuþoli, eftir u.þ.b. 90 mínútur. Verður vatnsþétt og vatnsfælið. RÁÐLEGGINGAR: Bætið ekki kalki, sementi eða gifsi í LAMPOSILEX. Varist að sólarljós skíni á LAMPOSILEX í umbúðunun fyrir notkun.