Eins og undanfarin ár bjóðum við upp á hin vinsælu kransakökunámskeið Blómavals. Fermingarbörnin eru að sjálfsögðu velkomin með.

FYRIRKOMULAG NÁMSKEIÐA
Undir leiðsögn Halldórs Kr. Sigurðssonar bakara og konditor býr hver og einn þátttakandi til 40 manna kransaköku sem hann/hún getur síðan fryst og boðið upp á í fermingarveislunni sinni.
Hvert námskeið tekur um tvær og hálfa klukkustund.

Þátttökugjald er 8.990 kr. og skráning er hafin á midi.is.

Allt hráefni og bakstur er innifalið í verðinu. Hægt verður að kaupa auka deig á staðnum til að stækka kökuna. Þátttakendur eru beðnir um að taka með sér ílát undir kökuna og svuntu á námskeiðið.

Námskeiðin eru haldin í Blómavali Skútuvogi og byrja stundvíslega kl. 17:15 og eru til 19:30 

Námskeið í Skútuvogi eru haldið eftirfarandi daga:
01. mars, 06. mars, 07. mars, 08. mars, 13. mars, 14. mars, 15. mars, 20. mars

Blómavali Selfossi - 21. mars kl. 18:15 - 20:30
Blómavali Akureyri - 22. mars kl. 18:15 - 20:30

Skráning er á midi.is

Skráðu þig hér