Boðskortið þarf að innihalda allar nauðsynlegustu upplýsingar um brúðkaupið. Koma þarf fram hvenær og hvar athöfnin verður haldin og einnig hvar veislan verði. Gerið ráð fyrir tíma til að komast í myndatöku og þessháttar milli athafnar og veislu.
Gerið ráð fyrir að sumir þurfa að ferðast um lengri veg og því leiðinlegt að láta of langan tíma líða milli athafnar og veislu.
(Sumir hafa fyrirfram ákveðið milliboð fyrir þá er lengra eru aðkomnir sem gæti staðið yfir þangað til veislan byrjar)
Hafið góðan fyrirvara á útsendingu boðskorta því ef prenta á boðskortin sérstaklega í prentsmiðju getur afhendingartími verðið misjafn.
Dæmi um orðalag boðskorts
Brúðkaup __Nöfn brúðhjóna
Kæri/kæra/kæru__nafn boðsgests___
Þann _dagsetning__ kl. __tími__
munum við, __Brúður__ og _Brúðgumi__ ganga í það heilaga.
Okkur væri sönn ánægja ef þú/þið sæuð ykkur fært um að koma og
njóta þessarar stundar með okkur.
Við verðum gefin saman af Sr.__Prestur_ í __Kirkja___ og nánari lýsing á staðsetningu_
Og hefst athöfnin klukkan __tími___
Að lokinni athöfn bjóðum við þér og maka þínum til veislu í _Staðsetning veislu með nákvæmri staðsetningu___ kl. _Tími__
Boðið verður upp á léttar veitingar(Eða hvað eina sem þið viljið rita um veisluföng)
Vinsamlegast staðfestu komu þína/ykkar í síma eða á netfangið