Þar sem lífræn ræktun og heiðarleg viðskipti haldast í hendur

RAPUNZEL fyrirtækið var stofnað árið 1974 og var stefnan frá upphafi að vera eingöngu með vottaðar lífrænt ræktaðar vörur. Þegar framleiðsla og eftirspurn jókst þurfti að flytja inn vörur frá þróunarlöndunum. Þá var ákveðið að lífræn ræktun og heiðarleg viðskipti þyrftu að haldast í hendur. 
Í dag verslar RAPUNZEL við átta aðila í þróunarlöndunum sem útvegar þeim hráefni í 50% framleiðslunnar. 
Allt er að sjálfsögðu lífrænt ræktað og byggist allt langtímasamstarf á reglulegum persónulegum samskiptum, gagnkvæmu trausti og miðlun upplýsinga.

Helstu þættir lífrænnar ræktunar og lífrænna afurða.

Virðing fyrir jörðinni: enginn tilbúinn kemískur áburður ,engin eiturefni

Úrvinnsla afurðanna: 
mild vinnsluaðferð til að varðveita næringarefni 
engin rotvarnarefni 
engin kemísk litarefni 
engin kemísk bragðefni

Gæðin skila sér í næringargildi og góðu bragði

Helstu þættir “Hand-in-Hand” viðskipta 
RAPUNZEL gerir langtímasamninga við framleiðendur og sér til þess að þeir fái viðunandi laun fyrir sitt framlag, og veitir þeim aðstoð við uppbyggingu þar sem þess er þörf.

Framleiðendur sjá einnig til þess að vinnumenn fái viðunandi laun og vinnuaðstöðu. Þeir sjá einnig til þess að börn séu ekki misnotuð í vinnu, heldur fái skólagöngu þar sem þess er kostur.

Fjölbreitt vöruúrval 
Rapunzel býður upp á mjög breitt vöruúrval: Pasta úr heilhveiti og speltmjöli, heilt korn , músli, kornflögur, hnetusmjör, þurrkaða ávexti, kaldpressaðar olíur, kaffi og súkkulaði, svo fátt eitt sé nefnt.

Við viljum stuðla að betri heilsu og betri heimi.

http://www.rapunzel.de/