Helstu þættir lífrænnar ræktunar og lífrænna afurða er virðing fyrir jörðinni, enginn tilbúinn kemískur áburður og engin eiturefni.

Megineinkenni lífrænnar framleiðslu

Jarðrækt – Matjurtarækt

Frjósamur, lifandi jarðvegur er undirstaða - Lífræn áburðarefni - Skiptiræktun mismunandi tegunda - Náttúrulegar varnir gegn illgresi og skordýrum - Friðun/uppgræðsla viðkvæmra gróðursvæða - Varnir gegn mengun frá annarri ræktun -Erfðabreytt lífefni bönnuð.

Búfjárrækt

Rúmgóð og þurr hús – Gott legurými - Lífræn fóðurefni – Stjórnun beitarálags - Næg útivist, hreyfing, eðlislæg hegðun - Góð meðferð fyrirbyggir sjúkdóma - Varðveisla náttúrulegra stofna - Aðgreining búfjár með merkingum - Erfðabreytingar og hormónar bannaðir

Verslanir – Pökkunarfyrirtæki

Söluvara og hráefni til pökkunar verða að vera af vottuðum lífrænum uppruna.

Lífrænum vörum þarf að halda aðgreindum frá öðrum afurðum á öllum stigum geymslu, pökkun, í söluborðum.

Aðeins örfá efni, sem sýnt er að ekki eru skaðleg, eru leyfð til íblöndunar.

Áhersla á réttar merkingar og rekjanleika afurða, og að vottaðar afurðir beri vottunarmerki.

Áhersla á traust innra eftirlit, sem tryggir gagnsæi, gæðastjórnun og ábyrgð starfsmanna.