Fáðu ráðgjöf og teikningu í þrívídd

Bjarnheiður Erlendsdóttir garðahönnuður  veitir þér ráðgjöf og vinnur með þér hugmynd af draumasólpallinum þínum í þrívídd. 

Bjarnheiður hefur áralanga reynslu í hönnun á sólpöllum og skjólgirðingum.

Ráðgjöfin kostar aðeins 6.990 kr.

En sú upphæð fæst endurgreidd við kaup á efni. Innifalið í verði er þrívíddarteikning og grunnplan.

Þú þarft að koma með grunnteikningu af húsi og lóð (1:100) ásamt ljósmynd af húsinu.

Fáðu samsetningu á grilli hjá okkur

Tekur 2 til 3 daga að setja saman

Fáðu grillið samsett og sparaður þér tíma og fyrirhöfn. Vinsamlega athugið að afhending á samsettum grillum getur tekið allt að tvo virka daga. Eingöngu í boði fyrir höfuðborgarsvæðið

Samsetningin kostar 5000 kr.

Nýtt í Húsasmiðjunni

Fullbúin heilsárs og orlofshús í Húsasmiðjunni

Afhendingartími 8-10 vikur // 40m2 sýningarhús, staðsett í Skútuvogi

Húsasmiðjan hefur nýverið hafið samstaf við framleiðanda af vönduðum sumarhúsum sem uppfylla kröfur íslenskrar byggingareglugerðar. Húsin koma fullkláruð að innan sem og utan, án húsgagna. Húsin fást í mismunandi stærðum og gerðum en hægt er að aðlaga húsin að þörfum hvers og eins.

Nánari upplýsingar veitir Sveinn Enok, vörustjóri, í síma 848 3103 eða á netfanginu sveinnj@husa.is

Allir vinna

Tímabundin hækkun á endurgreiðslum VSK

Meðal þeirra ráðstafana sem gripið verður til í því skyni að bregðast við efnahagsástandinu af völdum kórónuveirunnar eru þær að Alþingi samþykkti nýlega lög sem kveða á um tímabundna hækkun á endurgreiðslu virðisaukaskatts, úr 60% í 100%.

Endurgreiðslan er af vinnu manna við íbúðarhúsnæði sem veitt er á tímabilinu 1. mars til og með 31. desember 2020. Heimild til endurgreiðslu verður jafnframt víðtækari á þessu tímabili en áður og tekur m.a. til frístundahúsnæðis, mannvirkja í eigu tiltekinna félagasamtaka og bílaviðgerða.

Sjá nánar hér