Timbur er okkar sérfag

Um áratuga skeið hefur Húsasmiðjan þjónustað byggingariðnaðinn og einstaklinga á Íslandi við byggingaframkvæmdir. Finna má efni frá Húsasmiðjunni í mörgum af þekktustu byggingum Íslands og að sjálfsögðu miklum fjölda heimila landsins. Við erum stolt af sögu okkar og leggjum mikinn metnað í að bjóða upp á byggingarefni sem stenst íslenskar kröfur. 

Timbur er eitt algengasta efni til húsbygginga enn í dag og m.a. notað í burðarvirki, innréttingar og klæðningar.

Hjá Húsasmiðjunni starfa fjöldi sérfræðinga í timbri og byggingavörum sem kaupa inn timbur, fylgjast með nýjungum og veita viðskiptavinum gagnlega ráðgjöf við kaup á timbri og byggingarefni.  

Helstu tegundir timburs

  • Styrkleikaflokkað efni / Burðarviður :
    Sérvalið, heflað og þurrkað timbur, oftast kallað styrkleikaflokkað timbur eða burðarviður. Mest notað í húsbyggingar á Íslandi.
  • Grindarefni:
    Heflað, húsþurrt timbur til notkunar innanhúss. (
  • Óheflað byggingatimbur:
    Óheflað, svokallað 5. flokks timbur, mikið notað í uppslátt, þakklæðningar o.fl. 
  • Gagnvarið timbur eða pallaefni:
    Sérmeðhöndlað með viðarvörn sem eykur mótstöðu þess gegn fúasvepp og skordýrum. Hentar því einstaklega vel utanhúss í palla, skjólgirðingar o.fl. Húsasmiðjan selur eingöngu AB fúavarið efni þar sem reynslan sýnir að lakari gæði henta ekki íslenskum aðstæðum. 

 

Vörulistar fyrir helstu tegundir timburs

5. flokkur, óheflað byggingatimbur Heflað grindarefni Smíðaviður Sperruefni Gluggaefni Mótaborð Lerki Pallefni, fura