Steinull

Húsasmiðjan býður upp á íslenska steinullareinangrun frá Steinull hf. á Sauðárkróki, sem sérhæfir sig í framleiðslu á einangrun fyrir íslensk hús. Í steinullina eru notuð nánast eingöngu innlend hráefni og framleiðslan fer öll fram hérlendis.

Öll framleiðsla Steinullar hf er CE merkt og stenst þannig allar gæðakröfur og reglugerðir á Íslandi og í Evrópusambandinu.

Dæmi um steinull sem í boði er:

  • Loftplata
  • Veggplata
  • Þéttull með vindpappa
  • Loftstokksplötur
  • Þakull / þéttull
  • Sökkulplata / veggplata
  • Léttull
  • Netmotta
  • Stokkeinangrun
  • Undirlagsplata
  • Vetrarmotta
  • Hljóðdumpar
  • Lausull

 

Vörulisti frá Steinull h.f.

Húsasmiðjan selur allar vörur frá Steinull h.f.
Sjá nánar vörubækling frá Steinull h.f. Vörulisti Steinull

XPS einangrun

XPS einangrun er mest notuð á flöt þök og undir hellur á bílaplönum.

XPS einangrun er rakaþolin þrýstieinangrun sem hefur mun meira þrýsti-og rakaþol en hefðbundin plasteinangrun. Um er að ræða pressað pólýstýrenfrauð (XPS) hitaeinangrunarefni sem heldur einangrunargetu sinni jafnvel við erfiðar aðstæður. Efnið er líka myglufrítt og hefur verið prófað með ströngustu mygluprófum sem framkvæmd eru af VTT tæknirannsóknarmiðstöðinni í Finnlandi.