Til eru F1 fræ

Þegar sólin er farin mjakast hægt en örugglega er ekki seinna að vænna en að fara að huga að vorinu og sáningu sumarblóma og að sjálfsögu á að velja úrvals fræ til sáningar.

Fræ eru ekki bara fræ því gæði og spírunarhæfni þeirra eru mismunandi. Í öllum tilfellum borgar sig að kaupa góð fræ þótt þau séu eitthvað dýrari.

Fræ sem kallast F1 eru arfhrein af móðurplöntum sem hafa verið framræktaðar í tvær kynslóðir. F1 fræ eru dýrari en önnur, en betri. Plöntur sem ræktaðar eru af F1 fræi eru kraftmiklar og nánast allar af sömu hæð og með sama lit.

Í sumarblómarækt ætti því ávallt að velja F1 fræ.

Spírunarhæfni ódýrra fræja er minni en úrvalsfræja. Yfirleitt eru fleiri fræ í hverju fræbréfi sé þau ódýr. Hæð og blómlitir plantnanna af ódýrum fræjum eru yfirleitt breytilegir og fjölbreyttir og henta því vel þar sem slíkt á við.

Fræbréf með F1 fræjum eru alltaf merkt sem slík.

  • Vilmundur Hansen